miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Avgångsfest

Nú eigum við mamma ekki eftir að eiga heima lengi í viðbót hérna í Lundi og á föstudaginn þá verður sko kveðjupartý fyrir mig og Leó á leikskólanum. Þemað er, nema hvað?, Batman & Spiderman. Ég og Leó ætlum sko að mæta í búningum í leikskólann. Sem betur fer fann pabbi Batman grímuna sem ég gleymdi heima á Íslandi svo að ég geti nú örugglega skartað öllu "tillbehörinu" á föstudaginn.
En það verður nú líka skrítið að vera ekki lengur á Sagostunden sem hefur reynst mér afskaplega vel og þar hef ég nú brallað margt skemmtilegt með vinum mínum eins og sjá má á þessum myndum.




2 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Vááá yndislegar myndir og minna mig smá á myndirnar af mér í mínum sænska leikskóla forðum daga. Æ það hlýtur að vera mjög tregablandin tilfinning að flytja, þið hafið svo sannarlega haft það gott í Lundi :)

11:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Egill!!
Mikið var gaman að sjá myndir frá Sagostunden á síðunni hjá þér!! Katrínu fannst ótrúlega fín myndin af ykkur tveim saman.
Allt gott að frétta af okkur. Við systurnar stundum skólann eins og vera ber og Sindri er á leikskóla. Okkur líður öllum vel hér í sveitinni fyrir norðan, en söknum nú samt margs frá Svíþjóð ennþá! Hlökkum til að fá þig og mömmu þína heim til Íslands, örugglega meiri líkur á að við hittumst hér en þar! Gangi ykkur vel í flutningunum...
Valdís, Katrín og co

9:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home