Heima
Mamma mín heldur nú að ég sé ekki alveg að fatta hvað er yfir mig gengið með þessum flutningum heim. Sjálfum finnst mér þetta prýðisgott, alveg eins og að vera í fríi því ég er í eintómri pössun hjá ömmum mínum og ekkert leikskólapláss í sjónmáli. Núna er ég til dæmis með ömmu Unni og afa Hirti í sveitinni að kíkja í fjósið í Hrepphólum. Ekki leiddist mér það nú þegar mamma talaði við mig í dag. Hneykslaðist að vísu mikið á því að þar væri alltaf skítur og spurði af hverju þeir skúra ekki bara hjá sér þessir bændur. Mömmu minni finnst það óneitanlega mikið framfararskref ef ég er farinn að láta mig það varða hvað ég (já eða annað í minni návist) er skítugur. Ég er nefnilega iðulega eins og haugur og herbergið mitt líka og virðist bara líka það vel.
2 Comments:
lengi megi thessi athyglisgafa endast....
athyglisgáfa?? þetta færi sko ekki fram hjá mér.. oj :)
Skrifa ummæli
<< Home