fimmtudagur, desember 14, 2006

Nýi leikskólinn minn

Ég er búinn að fá pláss á nýjum leikskóla sem heitir Regnboginn www.regnbogi.is og mamma mín og pabbi eru alsæl með þetta. Já það er sko munur að eiga góða að sem hafa veitt ómetanlega hjálp í baráttunni við kerfið hjá henni Reykjavíkurborg. Þarna byrja ég sumsé á mánudaginn og aldrei að vita nema að Leó vinur bætist í hópinn þegar hann flytur í nýja húsið sitt, sem svo vill til að er bara rétt hinum megin við götuna.
Ég hlakka til að hitta alla nýju vinina á mánudaginn og læt örugglega í mér heyra og læt vita hvernig mér líst á þetta.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Egill og velkominn heim!!
Frábært að heyra að þú sért kominn með leikskólapláss, ég ætla svo að bjóða þér í heimsókn til mín þegar ég er fluttur.

kær jólakveðja
þinn vinur Tómas Helgi

11:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

thad verdur nu fjor ef Leo kemst a sama leikskola!

6:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kannski ofmikið fjör???? hehe ;)

6:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home