laugardagur, desember 30, 2006

Hættuástand

Seint á jóladagskvöld fengu foreldrar mínir þá flugu í höfuðið að fara með okkur bræður í Borgarnes til afa og ömmu. Allt í góðu með það og við lögðum af stað úr Hábænum korter yfir seint. Þau héldu auðvitað að við myndum steinsofna á leiðinni, sem Marteinn gerði en ég var glaðvakandi og lét þau óspart vita af því. Þegar við vorum að nálgast Hafnarfjallið fannst mér eitthvað ríkja aðeins mikil þögn í bílnum og spurði mömmu "er pabbi sofnaður?"

Hmm við skulum nú vona ekki.... :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home