miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Að þegja yfir leyndarmáli

Þá er ég kominn aftur til Svíþjóðar eftir skemmtilega Íslandsferð. Matti bróðir var hjá pabba um helgina og það voru sko miklir fagnaðarfundir hjá okkur bræðrum. Ekki leiddist mér heldur að sjá afa mína og ömmur, frændur og frænkur og meira að segja langamma kom og samfagnaði mömmu minni í brunchinum á sunnudaginn.
Mamma mín ákvað að nota ferðina til að flytja allar jólagjafirnar heim. Meðal þeirra voru auðvitað jólagjöfin mín sem að þessu sinni var skemmtilegt spil sem ég spila oft á leikskólanum. Þar sem við erum stödd á lestarstöðinni í Köben að kveðja hana Siggu Dóru þá var mamma að troða einhverju í töskuna og ekki vildi betur til að ég kom auga á spilið góða. "Hver á þetta krákuspil" spurði ég og var allur ólmur að rífa það upp. Oooh mamma klaufi! Hún reyndi hvað hún gat að eyða umtalinu og segja mér að hafa nú ekki áhyggjur af því. En í heila fjóra daga var ég ennþá að spyrja og lofa að ég myndi ekki 'segja neinum'. Já einmitt, alveg eins og ég lofaði að blaðra ekki í Leó um innihald afmælispakkans. Sagði svo um leið og ég rétti honum hann "Leó, þetta er Batman-bakpoki"
Way to keep a secret!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

flott hja ther Egill! Eg skal spila thetta trix um Jolin

6:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home