föstudagur, ágúst 11, 2006

Uppeldisatriði?

Um daginn var ég úti hjóla. Ég er ofsalega duglegur að hjóla og fór í langan hjólreiðatúr, upp stórar brekkur og allt hvað eina. Svo kom pabbi að sækja mig á bílnum og þá átti hjólið að fara í skottið. Ég hins vegar lagði það bara frá mér þar sem ég stóð og kallaði til mömmu "taktu hjólið mamma". Mömmu fannst þetta nú ekki mjög fallega beðið "Egill Orri, svona biður maður ekki, hvað segir maður". Ég hugsaði mig pínustund um og sagði svo "Ta cyckeln!". Ekki alveg það sem mamma mín átti við.
~ ~ ~ ~ ~ ~
Í dag er ég að flækjast upp á hóteli með mömmu og bíða eftir því að komast í bæinn til ömmu og afa sem ætla að taka mig með sér í hjólhýsið um helgina. Upphaflega stóð til að afi sækti mig en til sparnaðar á umhverfi, bensíni og bílsliti var ákveðið að ég fengi far með Halldóri ömmubróður mínum. Þetta leist mér nú mátulega á og heimtaði að afi kæmi eins og um var samið. Mamma mín sagði að ég ætti tvo kosti a) fara með Halldóri frænda eða b) labba í bæinn. "LABBA Í GÖNGIN ÞÁ" sagði ég aldeilis forviða með hendur á mjöðmum. "Ertu vitlaus kona?"

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thetta er meira uppeldisleysid ad barninu....

7:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home