miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Bilað blogg?

Mamma mín var sko samviskusamlega búin að skrá niður síðustu afrek mín en hallæris forritið neitaði að 'publisha' síðuna og af því hvað hún er sárþjáð af gleymsku og alzheimar á háu stigi þá man hún ekkert hvað það var. En ég er nú þrátt fyrir það hress og sprækur og er búinn að koma víða við síðan mamma skrifaði (þar)síðast. Ég er til dæmis búinn að fara alla leið til Dalvíkur (og Akureyrar) á ættarmót. Það var nú heldur betur gaman og ég fékk að sofa í fellihýsi með afa og ömmu og allt. Ég fór sko á undan með þeim og mamma mín kom ekki fyrr en á föstudeginum. Ég hringdi nokkrum sinnum í hana og sagði henni hvað væri að gerast. Á föstudeginum hafði ég þó nokkrar áhyggjur:
Egill Orri: Mamma, VEIST þú hvar Akureyri er? Kanntu að keyra þangað?
Mamma: Já ástin mín, mamma veit það alveg
Egill Orri: OKEI, þú veist hvar Bónus er? Við erum sko þar, fast ekki inn i í Bónus-búðinni men í bakaríinu sem er inni í Bónus, við hliðina á Bónus búðinni.
Ég er að borða kleinuhring! [bætti ég svo við til upplýsingar]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heheheh.. snillingur, sænskan situr greinilega föst ennþá!!
-Hlökkum til að sjá þig aftur vinur
-Leó og co

2:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home