þriðjudagur, maí 09, 2006

Voffalæti

Þegar ég er ánægður með eitthvað, oftast mömmu mína þegar hún leyfir mér að gera eitthvað skemmtilegt eða fá eitthvað gott, þá rek ég út úr mér tunguna, læt hana lafa og anda ótt og títt eins og lítill hvolpur. Síðan gelti ég oft sem tákn um ánægju mína og samþykki. Móður minni finnst þetta í senn sniðugt og sætt en því er ekki að neita örlítið undarleg hegðun.
Í dag er annars búin að vera sama einmunablíðan hérna í Lundi og ég er ennþá úti að leika mér núna þegar kl. er að verða 8. Ég náði nú að fá ofnæmi fyrir fokdýru apóteksþróuðu sólarvörninni sem mamma keypti fyrir mig og fór því mun verr varinn á leikskólann í morgun. En þetta bjargaðist nú fyrir horn og ég er óbrunninn, sæll og glaður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home