sunnudagur, maí 28, 2006

Fróðleiksfús

Í gær í dótabúðinni keypti mamma mín handa mér ofsalega flotta stafabók með Bubba Byggi. Þetta er svona bók sem hjálpar manni að læra stafina og er með alls konar æfingum og flottum límmiðum til að líma á rétta staði (of stafi) í bókinni. Mér finnst hún alveg rosalega flott og byrjaði kl. 8 í morgun að reyna að sannfæra móður mína um að nú væri góður tími til að fara að 'læra'. Hún var nú ekki alveg á því, enda bullandi kvefuð og geðvond eftir því, en núna er kl. hálfellefu og ég sit hérna á gólfinu og er að æfa mig að skrifa stafrófið. Ofsalega duglegur og ofsalega glaður. Ég held að vísu að allir stafir heiti G (nema minn stafur) en við mamma ætlum að vinna að því að læra stafsrófslagið og þá leiðréttist nú sá misskilningur.
Í dag er svokölluð grenjandi rigning í Lundi svo það er líklegt að það verði ekki mikið farið út. Við höfum það frekar bara kósí hérna heima mæðginin.

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Þú verður sko fljótur að læra að lesa litla sæta kjötbollan mín. Svona klár strákur eins og þú átt ekki eftir að lenda í neinum vandræðum með stafina, það er nokkuð ljóst :)

12:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home