laugardagur, febrúar 25, 2006

Veggirnir hafa eyru

Ég er nú heldur betur búinn að leggja land undir fót í dag. Með mömmu og ömmu er ég búin að fara alla leið til Höganäs, Helsingborg og Helsingör (hvað eru mörg há í því?). Mér fannst bara alveg soldið gaman í "diskabúðinni" og fékk að mála á glas þar sem ég fékk svo að eiga og er voðalega stoltur af.
---- ---- ---- ---- --- ---- ---- ----
Á leiðinni tilbaka var mamma mín soldið niðursokkin í að tala við ömmu Gróu og tók "smá" útúrdúr á vitlausum vegi. Nema hvað við tókum svona gamlan sveitaveg tilbaka sem var tæplega einbreiður og við lentum að sjálfsögðu á eftir einhverjum gaur sem var á laugardagsrúntinum á 20 km hraða. Eitthvað fór þetta í taugarnar á mömmu minni sem missti þolinmæðina eftir ca. 3 km og hrópaði að gaurnum "þú ert nú meiri sauðurinn". Við komumst loksins út á hraðbraut og héldum áfram leiðinni til Helsingborg. Eftir smástund heyrist svo allt í einu úr aftursætinu "Mamma! Hvar er sauðurinn?"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home