fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Nýklipptur


Er ég ekki orðinn hræðilega stór?

Ég var svo þægur í klippingunni áðan að mamma mín var heldur betur fegin að hafa ekki lofað einhverjur meiru og stærra í verðlaun en einni Ninja Turtles spólu. VÁ! og núna er ég svooooo sætur (að mjög svo hlutlausu mati móður minnar).
Annars kom pakki til mín í gær frá henni Unni ömmu. Ég var ofsalega spenntur að sjá hvað var í honum, mér finnst nefnilega frekar gaman að fá pakka. Ég fékk nú margt fallegt. Fyrst ber að sjálfsögðu að telja nýjan Manchester United búning - ofboðslega flottur - og svo fékk ég Nammipúka sem ég er að geyma fram á laugardag og síðast en ekki síst fékk ég bjúgu! Bjúgu er sko uppáhaldsmaturinn minn. Mamma lét sig hafa það að elda þetta handa mér í kvöldmatinn og henni fer nú aðeins fram í að gera hvíta sósu (þurfti ekki að gera uppkast í þetta sinn). Ég hámaði í mig heilt bjúga og vildi meira en mömmu fannst vissara að setja stopp við. Takk fyrir mig Unnur amma og afi Hjörtur!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert smá flottur Egill!!
kv Leó ;o)

9:29 e.h.  
Blogger Maja pæja said...

Hvað er orðið um litlu sænsku kjötbolluna mína?? Þessi stóri Man.Utd. gæi hefur ÉTIÐ hana!!!

1:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku sæti Egill minn.
Þú hefur stækkað svoooooooo mikið. Ég ætlaði ekki að þekkja þig á myndinni - eeeeeeen þú ert alltaf jafn ótrúlega sætur :-)

Bless á meðan
Ása Björk

12:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home