Ég á kærustu
Hún heitir Birta Hlíðkvist Óskarsdóttir og er fyrir utan að vera 'fín og flott og sæt og dásamleg' líka 'jättegullig' sagði ég mömmu minni í dag. Í dag fékk ég loksins að fara heim til hennar að leika og við lékum okkur með playmo-ið hennar. Hún fékk sko alveg eins playmo og ég í jólagjöf. Við erum greinilega ætluð hvort öðru.
----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- -----
Í nótt skreið ég upp í til mömmu minnar eins og vanalega. Ég tek aldrei með mér sængina mína en ræni mömmu minnar við fyrsta tækifæri sem ég fæ.... og koddanum líka! Í nótt lét mamma hana ekki svo glatt af hendi, enda er henni alltaf svo kalt, og ég lá þarna sængurlaus og líkaði illa. Á endanum pikkaði ég í mömmu mína og sagði 'Nú er nóg komið, ég bara verð að fá sæng'
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home