Ekkert að frétta
Ósköp grár hversdagsleiki hjá mér í dag. Ég var að vísu ofsalega sáttur við að mamma mín hafi í gær þvegið allan óhreinan þvott á heimilinu. Þar á meðal að sjálfsögðu öll ofurhetjufötin mín svo ég var glaður lítill Batman í morgun þegar ég skundaði á leikskólann. Eftir skóla fékk ég svo að fara heim með Birtu vinkonu minni og lék mér þar í kvennafansi en Auður og Vigdís voru líka í pössun þar.
Annars eru þau tíðindi að amma Gróa ætlar að koma að heimsækja okkur í lok mánaðarins. Þá verður nú gaman og saman ætlum við að gera margt skemmtilegt. Svo kemur hún örugglega með pakka handa mér ef ég þekki hana rétt :)
Annars fékk ég nú líka pakka frá pabba mínum í gær. DVD disk og límmiða og bílablað. Ég er ofsalega heppinn lítill strákur finnst ykkur það ekki?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home