Dótabúð
Í dag kom Leó að leika og borða heima hjá mér eftir leikskóla. Mamma hans kom líka og svo pabbi hans. Fyrst var ég nú með smá stæla og var eitthvað að kvelja vin minn sem grét nú pínu undan mér en svo vorum við voðalega góðir. Eiginlega grunsamlega góðir. Þegar mamma mín fór að athuga hvað við vorum að bralla vorum við búnir að bera meirihlutann af dótinu mínu úr herberginu mínu og inn í fataherbergið okkar mömmu. Þegar mamma kom og sá þetta var hún nú heldur súr á svipinn og gerði sig líklega til að fara að skamma okkur 'En mamma! þetta er dótabúð'
1 Comments:
and what is wrong with that logic....?
stort knus
Skrifa ummæli
<< Home