Matargat og mótþróaseggur
Ég hef tekið upp á þeim ósiði að borða ekkert voðalega mikið í matmálstímum (lesist kvöldmatartímanum) en svo vera orðin voðalega svangur og væla um mat um það leyti sem ég á að fara að hátta. Græt þá jafnvel og stappa niður fótum og þegar það gengur ekki þá skrúfa ég frá sjarmanum og segi 'eeellllllllllllllsku mamma mín, ég er svoooooo svangur' etc. Þetta finnst mömmu minni mjög fyndið en gefur sig ekki. Fær loksins tækifæri til að nota setninguna/arnar sem pabbi hennar (semsagt afi Hjörtur) notaði óspart þegar hún var lítil sem var 'ef þú vilt þetta ekki þá ertu ekki svöng' OG 'það var matartími áðan, þú hefðir betur borðað þá'. Mér líka ekki þessi svör en í kvöld örlaði þó fyrir uppgjöf af minni hálfu og málið dó hljóðlega út.
----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----
Annars var ég að leika mér rólega inni í herberginu mínu í kvöld, sumsé á milli matar- og háttatíma. Þegar mamma mín sagði mér að það væri kominn tími á tannburstun sagði ég henni að ég ætlaði bara aðeins að taka til. Það væri nefnilega lítið drasl inni hjá mér (þetta er sumsé dæmi um sænskuáhrif. Að eitthvað sé lítið skítugt þýðir að það sé svolítið skítugt). Hvað um það ég var að taka til Bamse spilið mitt þegar ég spurði 'Mamma, af hverju gafstu mér þetta Bamse spil?' og mamma sagði mér að Maj-Britt hefði gefið mér það. 'Maj-Britt!?' hváði ég og hugsaði mig um smástund og bætti svo við 'Jaaaaaaá - Maja skvísa, skvísa rísa og skutla putla' og hélt svo áfram að raða spilinu.
----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----- ----
Í gær fór ég til frænda minna í Danmörku, þeirra Olivers og Benjamíns. Fyrst var ég ofsalega feiminn og stóð úti á stétt í ca. 10 mín áður en ég fékkst til að koma inn í húsið. Eftir það tók líka góða stund að fá mig til að fara upp og leika við þá. En (eins og alltaf þegar ég tek mótþróann á hlutina) skemmti ég mér voðalega vel og við lékum okkur svo vel saman. Smá eltingarleikur við Benjamín en ekkert sem húsið þoldi ekki vel. Ég sagði mömmu að ég vildi fara fljótt aftur til þeirra í heimsókn. Kannski koma þeir líka einhvern tíma að heimsækja mig.
1 Comments:
Ha ha ha litla sænska kjötbollan mín, sveppastrákur og kókópuffsgæinn minn :)
Skrifa ummæli
<< Home