Ofurhetjuæði
Ég er með æði fyrir ofurhetjum. Nánar tiltekið þeim Batman, Superman og Spiderman og hef verið mjög duglegur að hvetja til kaupa á fatnaði merktum þessum mektarmönnum. Það vildi líka svo heppilega til að ég fékk íþróttagalla (bol og buxur) merktan Spiderman frá ömmu Unni þegar ég kom heim um jólin og hefur þetta 'átfitt' verið frekar vel nýtt hlutfallslega á við aðrar flíkur í fataskápnum. Í gær var að vísu svo komið að buxurnar voru skítugar en bolurinn var (nokkurn veginn) frambærilegur. En þegar mamma ætlaði að setja mig í bolinn við venjulegar buxur stoppaði ég hana nú af og benti henni á að 'Mamma! ég get ekki farið í ofurhetjubol án þess að fara í ofurhetjubuxur'. Mamma mín nuddaði því blettina úr buxunum og ég fékk að fara í hvoru tveggja í leikskólann. Í morgun var mér gróflega misboðið þegar ég var settur í ótrúlega leiðinleg föt (smekkbuxur og bol) og tilkynnti með grátstafinn í kverkunum að 'nú gæti ég ekkert farið í ofurhetjuleik í aaaaaaaaallan dag'
1 Comments:
eg vildi oska ad thetta vaeri eina vandamalid i minu lifi: fara i ofurhetju leik or not.....
Skrifa ummæli
<< Home