Hvenær drepur maður hund og hvenær drepur maður ekki hund?
Á föstudagskvöldið höfðum við mamma kósíkvöld. Þá slökktum við öll stóru ljósin og kveiktum á kertum og ljósaseríum og svo höfðum við bíó. Mamma mín bjó til poppkorn og við borðuðum það og kúrðum í sófanum og horfðum á 102 Dalmatíuhundar. Fyrst var ég voðalega mikið að spyrja mömmu út í allt mögulegt í myndinni (sem mamma mín hafði aldrei séð áður) sem varð svolítið svona þreytandi til lengdar. Mikið spurði ég t.d. um Grimmhildi Grámann og af hverju hún var fyrst vond og svo aftur góð og svo aftur vond? Af hverju sá hún allt í doppum? og af hverju vildi hún ræna öllum hundunum? Af hverju vildi hún búa til kápu úr þeim? og svo framvegis. Þegar ég var búinn að spyrja að þessu öllu oftar en góðu hófi gegnir sagði mamma mér að ég yrði bara að horfa á myndina, þá myndi ég komast að þessu. Þá kom að atriðinu þar sem hún byrjar að ræna hundunum og þá fannst mér öruggast að spyrja enn einu sinni af hverju hún vildi ræna þeim. Þegar mamma svaraði í 5 sinn að hún vildi búa til úr þeim kápu þá spurði ég 'og eru þeir þá hræddir?' 'Hvað áttu við ástin mín?' sagði mamma með meiri þolinmæði en hún átti raunverulega til á þeim tímapunkti. 'Þegar þeir eru orðnir kápa!' útskýrði ég.
......... mamma mín ákvað að ég væri ekki orðinn nógu gamall til að fá sönnu útgáfuna af svarinu við þessari spurningu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home