miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Innkaupaleiðangur

Í dag fórum við mamma í smá strætóferð niður í bæ að kaupa afmælisgjöf handa henni Auði vinkonu minni. Í strætónum var ég svolítið svona að benda á fólk og segja mömmu hvað ég var að sjá og svona og mamma var að reyna að útskýra fyrir mér að það væri dónaskapur að benda á fólk. Þetta skyldi ég ekki alveg en lofaði samt að hætta. Við Allhelgonakyrkan kom inn maður í nokkur og þurfti hann að standa fremst í vagninum sem var orðinn þéttskipaður. Ég rak út hnefann (sumsé ekki með vísifingur útréttan) og sagði:

"Þessi maður finnst mér nú ekki sérstaklega flottur"
Mamma: Egill Orri! ég var búin að segja þér að það er ljótt að benda
Egill Orri: En ég er ekki að benda
Mamma: Jú það er að benda þó þú notir ekki puttann
Egill Orri: En mér finnst hann ekki flottur þessi maður
Mamma: Af hverju ekki?
Egill Orri: Hann er í grænni peysu, mér finnst ekki græn peysa flott
Mamma: Nú?!
Egill Orri: En mér finnst rauð húfa flott (það þarf vart að taka það fram að ég var sjálfur með rauða húfu)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha, ég skil þig svo vel ... mamma sagði þetta við mig um daginn og líka að ég mætti ekki stara á fólk (en ég meina hvernig á maður að læra, spá og spekúlera öðruvísi ;) hehe)

Alltaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar og gaman að heyra hve vel gengur í Svíþjóð :) Þín er samt saknað í sveitinni :) knús úr sveitarsælunni Guðrún Elfa

11:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home