Tjill
Það var svolítið langur dagur hjá mér í dag þar sem mamm þurfti í skólann strax kl. 08. Mér var dröslað á leikskólann á þeim ókristilega tíma 07:45 og var ekkert sérstaklega sáttur en sættist við Jenny þegar hún bauð mér morgunmat. Mér finnst nú yfirleitt alveg ágætt að borða. (I wonder where he get's that from [innsk. mamma]) Mamma kom svo að sækja mig kl. korter í fimm og við fórum heim og ég fékk að horfa á Vélmennin sem er myndin sem pabbi minn sendi mér í vikunni. Það var nú bara svona almennt tjill á mér og ég fékk að velja hvað við fengum í kvöldmatinn. Ég valdi pizzu frá Delphi pizzastaðnum svo við röltum þangað. Eftir matinn fór ég svo í bað og þá hringdi akkúrat Hjörtur afi til að segja mömmu minni að honum fyndist myndin af mér síðan í gær EKKI flott. Hvernig getur hann sagt þetta, nýklipptur og í Manchester búningnum, hvað er hægt að fara fram á meira?
2 Comments:
eg er sammala Hirti afa. Eg thekki ekki thennan strak
Egill okkar
Þú ert öðruvísi en alltaf flottur
það finnst ömmu Unni, hún heldur að þú þurfir oftar að fá bjúgu :)
kveðja úr Borgarnesi
Skrifa ummæli
<< Home