Skallapopparar
Í dag eyddum við mamma öllum deginum með Leó vini mínum og Katrínu mömmu hans. Fyrst fórum við í Center Syd og fengum að 'krúsa' um mollið í flottum bílum en svo rákumst við á þennan kall [mynd 1] og þessi gaf okkur að borða [mynd 2] síðan var brunað í IKEA þar sem við fengum að fara í boltalandið meðan mömmurnar okkar versluðu.
Þegar við vorum komnir í bílinn þeirra og búnir að spenna beltin þá tók ég af mér húfuna og Leó, sem hafði ekki ennþá séð mig nýklipptan, leit á mig hissa og spurði 'Egill! ertu sköllóttur?'
Við borðuðum svo á 9-unni hjá þeim og eftir matinn fórum við Leó að leika okkur inni í herbergi eins og venjulega. Eftir smástund kem ég fram til mömmu sem var að tala við Reyni frammi í sófa og segi - 'Mamma! er ég ekki fínn?' Jú jú mömmu fannst það og svo fórum við aftur inn. 2 mín seinna kemur Leó fram og spyr pabba sinn 'Pabbi! er ég ekki fínn?' og þá tóku mamma og Reynir eftir því hvað við höfðum gert. Klippt okkur! Ég frekar lítið, enda með lítið til að klippa en Leó sýnu meira af toppnum sínum. Sjálfbjarga menn. [mynd 3]
2 Comments:
þið eruð nú meiri grallararnir :) ég sakna þín svo litli sæti strákurinn minn. Knúúúúús þín skonsa
joy of little boys and sissors....
Skrifa ummæli
<< Home