fimmtudagur, desember 08, 2005

Söknuður

Í dag þegar mamma kom að sækja mig þá var ég kominn yfir á Spöket Laban sem er önnur deild á leikskólanum. Það er sko deildin sem hann Tómas Helgi vinur minn var á áður en hann flutti heim til Íslands fyrir skömmu.
Allavegna þá þegar við komum fram á gang og ég sá tómt hólfið hans Tómasar þá skrúfaði ég á mig sorgmædda svipinn, hengdi haus og sagði. 'Aumingja Tómas Helgi, nú er hann ekki lengur á Spöket Laban'. 'Nú er hann bara á Íslandi og veit bara ekkert hvar Hraunborg er' (nafnið á íslenska leikskólanum mínum) Mamma reyndi þá að segja mér að Tómas væri á nýjum leikskóla sem væri í Reykjavík þar sem hann ætti heima núna. Mér leið nú ekkert betur við það, 'aumingja Tómas Helgi (og nafnið var sko alltaf sagt með sænskum framburði og varð þar með Túmas Hellgje), hann ratar ekkert í Reykjavík og kann ekkert að tala eins og börnin þar'.
Það tók nú sko alveg steininn úr þegar við mamma löbbuðum svo framhjá gömlu íbúðinni hans á leiðinni til Leós. Þá sagði ég nú bara með grátstafinn í kverkunum 'aumingja Tómas Helgi, nú á hann bara hvergi heima'.
Það eru greinilega mikil grimmdarörlög að flytja til Íslands.

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

ja, thetta er bara algjor hormung hja auminga Tomasi Helga. Kannski a madur ad kaupa Palli var einn i heiminum handa honum i Jolagjof...

8:12 e.h.  
Blogger Maja pæja said...

Mamma hans Egils er snilldarpenni sem að ég elska ;)

1:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home