fimmtudagur, desember 15, 2005

Heimferð

Jæja nú eru bara tveir stuttir dagar þar til við mamma förum í stóru flugvélina og förum heim til Íslands að hitta alla sem okkur þykir vænt um. Ég er orðinn voða spenntur og hef verið mjög hjálpsamur við pökkun. Þetta felst aðallega í því að taka allt sem mamma mín hefur sett ofan í STÓRU STÓRU töskuna okkar upp úr henni aftur og setja svo dótið mitt í hana. Mest legokubbar og bílar sem Matti bróðir minn þarf nauðsynlega að sjá.
Annars er ég bara voðalega góður að mestu leyti. Tók reyndar upp á því í gær að krota slatta á stofugólfið með svörtum vaxlit - móður minni EKKI til mikillar gleði - hún skammaði mig nú líka soldið og sagðist þurfa að íhuga að skrifa Þvörusleiki bréf um að Egill Orri ætti bara skilið að fá kartöflu í skóinn. Þetta leist mér nú ekkert á og sat eins og ljós það sem eftir lifði kvölds. Fannst samt vissara að spyrja reglulega 'Mamma! ætlarðu ennþá að skrifa bréf til Þvörusleikis?' Mamma var lengi vel að velta því fyrir sér en hætti við þegar hún sá hvað ég var leiður og þægur og fór þegjandi og hljóðalaust í háttinn kl. 20:00.

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Egill minn, mikid var mamma thin god ad skrifa ekki til Thvorusleikis, eg held ad Inga fraenka hefdi kannski skrifad til hans....

10:08 f.h.  
Blogger Sigrún said...

I have no doubt!! he he he :)
sjáumst fljótt

2:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home