mánudagur, desember 12, 2005

Beðið eftir sveinka

Ég fór vægast sagt á kostum í nótt. Fór sko extra snemma að sofa í gærkvöldi þar sem jólasveinninn var að koma og ekki vildi ég eiga á hættu að fá ekkert í skóinn. Mamma mín var að læra til klukkan 02:30 og lagðist örþreytt á koddann hjá mér. En Adam var ekki lengi í Paradís og kl. 04:00 vaknaði ég og tilkynnti mömmu minni að ég væri tilbúinn að vakna, fara fram úr og athuga hvað sveinki hefði gefið í skóinn.
Mamma mín, sem var freeeeeeekar sybbinn, reyndi að segja mér að það væri ennþá nótt og að ég ætti að fara aftur að sofa - ég var nú ekki á því

Egill Orri: Mamma! er kominn dagur?
Mamma: Nei ástin mín, það er ennþá nótt
Egill Orri [3 mín. seinna] Mamma! er kominn dagur?
Mamma: Nei Egill Orri, það er hánótt, farðu nú aftur að sofa
Egill Orri: [öðrum 3 mín. seinna] En núna?
Mamma: NEI Egill, það er ekki kominn dagur, sjáðu bara úti, það er dimmamyrkur
Egill Orri: En ég vil sjá hvað jólasveinninn gaf mér í skóinn
Mamma: Hann er örugglega ekki kominn og hann gefur ekkert í skóinnn þeim sem ekki fara að sofa
Egill Orri: En af hverju kemur hann á nóttunni?
Mamma: Af því að hann vill ekki að neinn sjái sig
Egill Orri: En mamma, er núna kominn dagur?
Mamma: [frekar grumpy] NEI EGILL ORRI OG FARÐU AÐ SOFA!
Egill Orri: Ussss mamma, ég heyri eitthvað, ég held það sé kominn dagur
Mamma: Æi Egill minn, farðu nú að sofa, mamma er svo þreytt
Egill Orri: [eftir smá umhugsun] Mamma! hvernig land er eiginlega þessi Svíþjóð? Kemur aldrei dagur hérna eða hvað?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Einhvern daginn átt þú Egill Orri eftir að þakka mömmu þinni fyrir það skemmtilegasta blogg sem ég hef séð - að skrá allar þessar skemttilegu minningar og hnittnu setningar - ég segi bara vÁ og Egill orri þú ert alveg bráðsmellinn - hlakka til að sjá þig um´jólin Kv. þrestirnir í Mosó

10:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Egill minn.
Mikið skil ég þig vel. Það er oft erfitt að bíða eftir þessum blessuðum jólasveinum.
Kysstu mömmu þína frá mér.
Bless
Ása Björk

8:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home