þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Hræðsla við 'ljóta kalla'

Ég er alveg hreint ofboðslega hræddur við 'ljóta kalla' því verður ekki neitað. Ég harðneita að sofa í mínu herbergi (aleinn það er) og í gær þegar mamma mín ætlaði að taka á þessari 'óþekkt' þá bókstaflega trylltist ég úr hræðslu. Ég sat í fanginu á mömmu minni með ekka í amk. 20 mínútur á meðan ég var að jafna mig. Sofnaði svo í mömmu rúmi á innan við 5 mín.
Því verður ekki logið að mamma mín hefur nokkrar áhyggjur af þessari hræðslu. Hún skilur ekki alveg hvaðan hún er uppsprottin. Hún er búin að ræða við mig oft og mörgum sinnum og í nokkrum smáatriðum um þessa 'ljótu kalla' og reyna að fullvissa mig um að þeir komist alls ekki inn í íbúðina okkar en allt kemur fyrir ekki.
Þessi hræðsla lýsir sér líka í því að ég get helst ekki verið inni í öðru herbergi en mamma mín. Jafnvel um hábjartan dag en þó sérstaklega á kvöldin. Þá kalla ég fram á ca. 3 mín. fresti "mamma, hvar ertu?" eða "mamma, hvað ertu að gera?". Það eru engar ýkjur þegar mamma mín segir á 3 mín. fresti. Svo þegar mamma mín svarar mér "ég er frammi í stofu, eða ég er inni í eldhúsi" þá segi ég alltaf það sama "allt í lagi, ég elska þig mamma". Svo líða 3 mínútur og ég spyr aftur "mamma, hvar ertu?". Þetta er soldið lýjandi finnst mömmu minni en þó á sig leggjandi auðvitað ef mér líður betur. Samt væri eiginlega betra að fá við þessari hegðun einhverjar útskýringar eða ráð.
Sendið okkur línu ef þið hafið einhverja lausn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home