sunnudagur, nóvember 06, 2005

Næturgestir

Jæja þá eru amma og afi farin aftur til Íslands. Ég var nú soldið leiður á flugvellinum í gær þegar ég þurfti að kveðja þau en ég sé þau nú fljótt aftur um jólin heima á Íslandi. Svo var líka komið að því að Leó kæmi í heimsókn. JÚHÚ! Ég var lengi búinn að bíða eftir þeim degi. En fyrst hittum við Halldór og Huldu úti á Kastrup þar sem við tókum við Hirti Snæ sem ætlaði líka að vera í pössun hjá okkur. Hann er nú algjört krútt hann Hjörtur Snær, obbosslegt rassgat eins og mamma mín myndi segja. Nema hvað mamma hafði gleymt gemsanum sínum heima í Lundi (of course) þannig að við gátum ekki náð í H&H í síma. Loksins fékk mamma það þjóðráð að hringja í tíkallasíma. "áttu bara tíkall mamma?" spurði ég hissa. Aumingja ég sem er fæddur á gemsaöldinni og hef aldrei heyrt minnst á svona gamaldagsmyntsíma. Með því að hringja fyrst í 118 og fá gemsanúmerin uppgefin náðum við loks í H&H sem voru komin út á Kastrup. Leituðum lengi að þeim úti á bílastæði en fundum ekki en þá sagði ég "mamma, ég sé bílinn þeirra"
"er það?'" sagði mamma "ekki ég". "Nei mamma en ég sé nú líka svo miklu betur en þú" svaraði ég um hæl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home