laugardagur, október 22, 2005

Laugardagur til lukku

Ég er nú meiri prinsinn. Fór með mömmu og Maju sætu minni í Center Syd í dag og fékk nú nánast allt sem ég vildi í skjóli þess að það var nú einu sinni laugardagur. McDonalds í hádeginu, nammi og ís. Fékk að láta keyra mig um í svona innkaupakerru sem er eiginlega leikfangabíll. Þegar ég kom heim fékk ég svo að fara á videoleiguna og taka spólu sem ég fékk að fara með til Leós að horfa á og lék mér þar fram að kvöldmat. Mömmu minni fannst ég líka vera heldur betur farinn að færa mig upp á skaftið í kvöld og fannst ég agalega óþekkur. Kannski allur sykurinn hafi leysts úr læðingi á einu bretti?
Annars er ég ofsalega hrifin af henni Maju minni og strýk henni í bak og fyrir. I morgun þegar mamma fór út í bakarí þá sat ég á dýnunni hjá henni og strauk henni um vangan þar sem hún svaf. Hugfanginn á svipinn. Það var nú eiginlega ekki hægt að standast mig þá.
Annars datt þessi út úr mér í dag
Egill Orri: Mamma, mér er kalt.
Mamma: Já ég veit það ástin mín, það er komið haust
Egill Orri: Af hverju er komið haust?
Mamma: Af því það er kominn miður október
Egill Orri: Það er ekki október, það er laugardagur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home