Af greiðvikni og öðrum kostum
Ég fór ótrúlegt en satt sæll og glaður án gráts og gnísts á leikskólann í morgun. Mamma mín trúði þessu varla. Sérstaklega merkilegt í ljósi þess að mamma mín svaf til hálfníu sem þýddi að ég þurfi að vera í fljótari kantinum að klæða mig og borða morgunmatinn og ég gat ekki fengið að horfa á sjónvarpið. Ég reyndi samt.
Egill Orri: Mamma, ef ég á alltaf að gera allt fyrir þig þá verður þú að leyfa mér að horfa á Scooby Doo.
Mamma: Hvað varst þú að gera fyrir mig?
Egill Orri: Borða morgunmatinn minn!! (er hún alveg rugluð kellingin?)
Annars er MajBritt komin í heimsókn til okkar og ég er með ofsalega mikla sýndarstæla fyrir hana. Á morgun ætlar hún meira að segja að sækja mig í leikskólann minn svo hún geti séð hann. Mamma mín ætlar nefnilega að fara að sprikla í ræktinni í uppáhaldstímann sinn og MajBritt ætlar að passa mig á meðan.
Annars fékk ég að fara að leika við Leó eftir leikskóla í dag og við fórum í ofurhetjuleik. Ég fékk að nota Batman skikkjuna hans og við vorum rosalega flottir. Einhvern tíma þegar mamma setur inn myndirnar á síðuna okkar þá getið þið séð flotta mynd af okkur Leó í búningunum okkar. Okkur finnst obbosslega skemmtilegt að vera í svona búningaleik. Pabbi gaf mér sko Bangsímon búning þegar hann var í heimsókn og mamma er búin að lofa að gefa mér einhvern tíma fleiri búninga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home