föstudagur, nóvember 04, 2005

Amma og afi

Þá líður senn undir lok heimsóknin frá ömmu og afa. Það er náttúrulega búið að fordekra mig og spilla á allan mögulegan hátt en það er, heldur mamma mín, skilgreint hlutverk ömmu og afa svo að hún hefur reynt að stilla sig um að gera athugasemdir.
Auðvitað er búið að vera mikið fjör, búið að fara í marga feluleikina, bíló, kubbaleik og fleira. Auk þess sem farið var með mig í bíó á Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna. Þar sat ég nú skelfingu lostin í fangi ömmu minnar allann tímann en kom svo voðalega stórkallalegur heim til mömmu og sagðist hafa skemmt mér vel.
Á morgun fara svo amma og afi en þá kemur líka Hjörtur Snær frændi minn í heimsókn í pössun og líka Leó Ernir vinur minn sem ætlar að gista hjá mér. JÚHÚ eins og ég segi gjarnan þegar ég er glaður.

Akkúrat núna er ég á Sagostunden í söngstund með ÖLLUM heila leikskólanum og þá koma Leó og Tómas yfir á mína deild sem mér finnst mikið sport. Svo finnst mér líka svo gaman að syngja og er að læra fullt af nýjum sænskum lögum.
Annars er sænskan að koma alveg á fullu núna og frasarnir detta út úr mér alveg hægri vinstri.
"Nu kommer jag"
"Mamma! jag vil ochså inte ha bröd"
"Förlåt mig"
"Varsågoda, tack för maten"
Að auki finnst mér mamma nú ekki alveg vera með framburðinn á hreinu og leiðrétti hana í tíma og ótíma ef hún er að segja hlutina vitlaust. Það er nú soldið fyndið finnst mömmu minni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home