Heldurðu að ég sé eitthvað þreyttur?

Þegar þetta er skrifað er kl. 23:27 að sænskum staðartíma og ég sýni engin merki þess að fara að sofa. Í staðinn sit ég í rúminu hennar mömmu og er að byggja lego hús handa mömmu minni. Búin að vera ofsalega þægur í kvöld þó ég vaki. Ekkert vesen á mér og mamma mín situr og lærir eins og sveitt svín. Á morgun koma líka amma og afi og við förum þá í stóru lestina yfir stóru brúna alla leið til Danmerkur að sækja þau.
Vá hvað ég hlakka til VÁ !
p.s. mamma mín er að söngla með útvarpinu sem hún er að hlusta á í eyrnatólunum af netinu en ég vil ekki sjá neinn söng "USS mamma! ég vil ekki heyra neitt lag" og hana nú!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home