fimmtudagur, október 27, 2005

Barnið sem þurfti engan svefn

Úff hvað mamma mín er löt að blogga þessa vikuna. Skandall! Kannski af því að ég er búin að vera óvenjulega slæmur af óþekktinni í vikunni. Gjörsamlega og algjörlega harðneita að fara að sofa á kvöldin og móðir mín sem er komin vel á veg í fyrsta magasárinu er búin að gefast upp á að reyna að svæfa mig. Svo ég fæ bara að vaka og það geri ég sko, meðalháttatími vikunnar hefur verið ca. 22:30 og samt sprett ég á fætur fyrir kl. 8 á morgnana og tilkynni grútþreyttri móður minni að það sé kominn dagur og ég mig langi í hafragraut í morgunmat.
Nú eru annars bara tveir dagar þar til amma Gróa og afi Villi koma í langþráða heimsókn til okkar. Ég er orðinn voðalega spenntur og vil helst hringja í þau daglega að yfirheyra þau um allt sem þau ætla að koma með handa mér og hvort afi ætli ekki örugglega að horfa með mér á Tomma&Jenna ásamt því að fara í bíló.
Í dag eftir leikskóla kom Tómas í heimsókn og við lékum okkur í Lego í ótrúlegri ró fram að kvöldmat. Hann Tómas fékk sko að borða hjá okkur og mamma hans og pabbi líka ásamt Ísabellu. Við fengum hakk & spaghetti og svo ótrúlegt magn af ís í eftirmat. Nammi namm, ég borðaði eins og venjulega á við þrjá. Þegar ísinn kikkaði inn vorum við svo á útopnu svo mamma hélt kannski að ég myndi sofna snemma í kvöld. En neeeeeeeeeeeeeeeeeei hún var slegin ellefu þegar ég sofnaði loksins og sef nú eins og steinn á dýnu fram í stofu.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

hvad er ad gerast i uppeldinu? Ekki a thetta eftir ad batna thegar ad thid komid heim i jolafri, tha vilja allir leyfa honum ad gera allt thvi ad hann er buin ad vera i burtu....prepare yourself for a tough January....

8:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home