laugardagur, október 29, 2005

Langþráður dagur

er runninn upp. Afi og amma eru LOKSINS að koma. Ég fæ meira að segja að vaka - as if að það væri eitthvað vandamál miðað við liðna viku - til að fara með mömmu í lestinni alla leið til Köben að sækja þau. JÚHÚÚÚÚ!
Fór annars með Tómasi vini mínum í kirkjuskólann í morgun svo mamma mín gæti lært. Fékk svo að fara heim til hans að leika mér í smástund eftir. Við fengum sko að kaupa okkur kökur á Mörtukaffi og fara með heim að borða. Þær voru í laginu eins og grasker og draugur af því nú er hrekkjarvakan að nálgast. Ofboðslega flottar - en ekki alveg jafn góðar samt.
Svo kom ég heim og var alveg hreint lygilega þægur í heila 3 klukkutíma á meðan mamma hélt áfram að læra. Truflaði hana nánast ekki neitt. Ótrúlegur drengur. Ég get nefnilega alveg dottið í dundið þegar ég vil. ELLLLSKA lego og byggði svoleiðis hallirnar og bílana handa móður minni. Æstist allur upp þegar mamma spurði hvort ég myndi vilja meira lego í jólagjöf. JÚHÚÚÚÚÚ var svarið (eins og við flestu góðu þessa dagana).
En þegar ég var niðursokkinn í lego-ið þá sagði :

Mamma: Egill Orri, má ég fá knús?
Egill: Nei, ekki núna, ég er upptekinn
Mamma: En ég elska þig svo mikið, má ég fá knús?
Egill: En þú elskar mig ekki nógu betur til að ég geti verið að knúsa þig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home