föstudagur, apríl 17, 2009

Af lestri og hræðslu

Ég fékk bókina um Njálssögu í jólagjöf frá Bjarka vini mínum (myndskreytta, stytta barnaútgáfu). Þegar við vorum á leiðinni í bústaðinn um páskana var mamma að lesa bókina fyrir okkur þegar heyrðist úr aftursætinu

Egill Orri: Mamma, geturðu ekki hætt að lesa þessa bók?
Mamma: Jú jú, er hún ekki skemmtileg?
Egill Orri: Nei, ég er svo hræddur við hana (innskot; enda full af morðum og drápum)

Í dag vorum við svo að keyra heim þegar ég sagði við mömmu.

Egill Orri: Mamma! Gettu hvaða bók ég var að lesa daglegum lestri í dag?
Mamma: Ég veit það ekki
Egill Orri: Hérna er vísbending, ég á hana heima.

Mamma giskaði á fullt af bókum sem ég á en gat ekki upp á þeirri réttu

Egill Orri: Ég var að lesa Njálssögu
Mamma: Nú! Ég hélt að þér fyndist hún hræðileg, þú varst svo hræddur við hana.
Egill Orri: En mamma, þú veist að ég les ekkert svo vel, ég les bara svona aðra hverja línu svo ég las ekkert þetta hræðilega.

Já maður á sko svar við öllu!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Egill thu ert otrulegur. Hvernig veistu ad thu ert ad lesa rettu "adra" hvora linu? Kannski lendir thu a ljotu linunni og hvad tha?

6:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home