Stórslys
Ég fékk að fara með Leó besta vini upp í bústað til ömmu hans í kvöld. Þvílíkt stuð! Bústaðurinn er í Skorradal og þar er stórt leiksvæði til að ærslast um á. Sem við og gerðum, Leó og ég og frændsystkini hans. Við hlupum um og skemmtum okkur vel. En þá gerðist það. Ég sá skrítna girðingu sem ég ætlaði rétt sem snöggvast að henda mér yfir þegar *úpps* ég sat skyndilega fastur. Þetta var sko nefnilega svona gaddavír. Ég kom því heim með buxurnar í henglum, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og þó nokkur sár og skrámur á fótleggjunum.
En ég var þvílík hetja og grét ekkert sagði Katrín mamma hans Leós.
Þegar ég var kominn upp í rúm játaði ég þó fyrir mömmu að ég hefði grátið smá, en bara af því að ég vissi ekki hvað þetta var.
Þannig að nú er ég reynslunni og nokkrum plástrum ríkari.
2 Comments:
Uff, eg vona ad thetta hafi ekki verid spari buxurnar....
Æ greyið Egill... hann hefur alveg farið í sjokk... ekki gaman þegar að gaddavírsgirðing ræðst á mann!!!
Skrifa ummæli
<< Home