fimmtudagur, janúar 22, 2009

Ömmu & afadagur

Á morgun, föstudag, er ömmu & afadagur í Ártúnsskóla. Þá eru sko amma manns og afi velkomin í skólann að kynnast því sem þar fer fram. Þiggja veitingar og gera eitthvað skemmtilegt. Ég bjó til falleg boðskort sem ég sendi báðum settunum af öfum & ömmum. Þau vöktu held ég lukku, amk virðast allir ætla að mæta og ég er frekar spenntur að sýna þeim allt sem ég er að bralla á daginn.
Annars er ég þvílíkt yndi þessa dagana. Alveg hreint ofsalega geðgóður og þægur og já bara dásamlegur í alla staði. Ég hlakka alveg ofboðslega til að fá litlu systur í heiminn og klappa og strýk bumbunni á mömmu. Ég er samt ekki alveg að fatta þetta concept með settan dag. Ég virðist ekki alveg fatta að afmælisdagurinn manns er dagurinn sem maður fæðist, óháð því hver settur dagur er. Þannig að þegar mamma sagði að það væri ekki endilega víst að litla systir kæmi 1.febrúar (sem er rækilega merktur á dagatalinu sem hinn stóri dagur) þá sagði ég "fæðist hún þá ekki á afmælisdaginn sinn?"
Æi þetta er nú pínu flókið.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Ja, þetta er flókið mál, afmælisdagur eða settur dagur. knus fra Enlandi

10:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home