fimmtudagur, janúar 15, 2009

Hvernig komst barnið í bumbuna?

Ég er mikið búinn að vera að velta þessu fyrir mér síðustu daga og vikur. Loks sá mamma sæng sína útbreidda og útskýrði það nokkurn veginn fyrir mér með hjálp bókarinnar "svona varð ég til" sem við fengum á bókasafninu.,
Bókin var ágæt með hæfilega lítilli áherslu á "the actual deed" og ég var miklu nær. Ég velti þessu þó nokkuð fyrir mér og spurði svo "og GERÐUÐ þið þetta?"
Undarlega mikið á sig lagt fyrir eina litla systur fannst mér :)

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Eg er svo fegin ad eg tharf ekki ad standa i svona utskyringum... en hefdi viljad vera litil fluga a veggnum thegar ad thid lasud bokina!

10:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home