Réttir
Á morgun fæ ég að fara í réttirnar með Hirti Snæ frænda mínum. Það verður nú fjör. Fór líka í fyrra og skemmti mér prýðilega. Pabbi verður líka á svæðinu en hann ætlar að ríða á móti smölunum með fólkinu frá Syðra-Langholti. Mamma verður hins vegar að vera í vinnunni og missir af öllu fjörinu (... eins og alltaf!) en ætlar að koma í Hrepphóla annað kvöld og fá sér kjötsúpu.
Hér er ég í fyrra að hjálpa til við að ná í Hrepphólaféð.
Ma'r kann nú á þessu tökin! :)
2 Comments:
Þú ert svo sætur.. það er með ólíkindum... hahahaha (nú finnst mér ég fyndin.. svona óléttuhúmor)
Ther fannst thetta nu ekki eins spennandi thegar ad eg for sidast med ther.... haustid 2002! tha varstu nu ekki alveg viss um ad thetta vaeri spennandi
Skrifa ummæli
<< Home