fimmtudagur, júní 21, 2007

dramadrottning

Ég er nú ekkert ef ekki smá dramadrottning. Á alveg ofsalega auðvelt með að skrúfa frá táraflóðinu þegar það hentar mér. Til dæmis í kvöld þegar mamma mín ætlaði að baða mig. Þá fór ég á undan inn á bað og ekki vildi betur til en svo að ég rann aðeins til og rak handlegginn á mér í baðið. Eftir það var ekki viðlit að koma mér í baðið þar sem ég stóð - með sundgleraugu á hausnum því ég ætlaði EKKI að fá sápu í augun - og öskraði eins og móðursjúk hæna.
Mamma mín gat nú eiginlega ekki annað en hlegið að mér ég var svo aulalegur eitthvað.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

og hvadan aetli thetta drama komi.....

8:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home