mánudagur, júní 04, 2007

Syngjandi hér - syngjandi þar

.... syngjandi geng ég alls staðar! Ég er voðalegur söngfugl og finnst fátt skemmtilegra en að láta mömmu mína syngja fyrir mig á kvöldin. Þá gríp ég stundum til þess ráðs (eins og í kvöld) að 'þykjast' vera óskaplega hræddur við allt & alla (skemmst er að minnast þess þegar ég sagðist eftir miklar rökræður vera svo hræddur við sjálfan mig).
Uppáhaldslögin mín þessa dagana eru "Bíddu pabbi, bíddu mín" með Vilhjálmi Vilhjálms og "Betri tíð" með Stuðmönnum, ég syng þá með af einlægri innlifun og er meira að segja búinn að læra frasann 'uxahryggjarsúpa-nei-sveppahalasúpa-nei uxahryggjarhalanegrablómkálssveppasúpa sett á borðið'.
Geri aðrir betur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home