Matti loksins kominn
Æi hvað ég var nú glaður í gær þegar Matti bróðir kom LOKSINS til mín og ætlar að vera í tvær vikur. Á morgun förum við saman á íþróttanámskeiðið hjá Fylki og svo ætlum við fjölskyldan að fara í laaaaanga útilegu. Vonandi verður nú áfram sól og blíða svo við getum verið sem mest úti.
Um helgina erum við búnir að fara í Borgarnes til afa & ömmu og spila golf og keyra golfbílinn. Við erum nú heldur orðnir heimaríkir á hótelinu og pabbi greip okkur þar sem við vorum búnir að ná okkur í lykil að nokkrum herbergjum og vorum á góðri leið með að ganga inn á þá gesti sem þar voru. Pabbi og mamma voru nú heldur betur EKKI sátt og við vorum settir í straff inn í herbergi.
Þegar þetta er skrifað er klukkan að verða hálftólf og við erum ennþá vakandi inni í herbergi. Það er nú bara með ólíkindum hvað við getum vakað lengi.......
1 Comments:
thad er alltaf fjor i Borgarnesi....
Skrifa ummæli
<< Home