Tannlaus greyið
Ég er búinn að missa fyrstu tönnina. Það gerðist síðasta daginn á leikjanámskeiðinu hjá Fylki og ég var nú heldur betur stoltur. Það gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig að koma tönninni heim. Hún fór nefnilega óvart í ruslið uppi í Fylkishöll og það var heldur betur sorgmæddur lítill piltur sem áttaði sig á því að tönnin góða hafði orðið eftir þegar amma & afi komu að sækja mig. Það var ekkert annað að gera fyrir afa Villa að keyra mig aftur upp í Fylki og leita að tönninni. Þar voru ræstingakonurnar að klára að ganga frá en voru allar af vilja gerðar að leggja mér lið í leitinni. Og með orðum mínum sjálfs - "og hvað haldiði, þegar við fórum út í ruslagám og opnuðum ruslapokann var tönnin það fyrsta sem blasti við".
*-*-*-*
Ég setti hana svo vitanlega undir koddann og tannálfurinn var heldur betur gjafmildur og gaf mér heilar 500 krónur fyrir tönnina (sem ég fann svo ofaní krukku í eldhúsinu hjá mömmu, mér til nokkurrar furðu..........) Mamma sagði að líklega hefði tannálfurinn viljað að ég myndi eiga hana til minningar þar sem þetta var fyrsta tönnin sem ég missti.... hmmm ég virtist kaupa þá skýringu.
3 Comments:
alveg otrulegt ad thu skulir vera ordin svona stor strakur
missa tönn!!!! en þúrt bara 3ja ára... dí hvað tíminn líður....
Glæsilegt! Þá eruð þið vinirnir í stíl;o)
Erum alltaf á leiðinni að hringja, kjellunni verður ekkert úr verk að hafa svona mikinn krakkaskara í kringumsig!
Knús
Katrín og Leó
Skrifa ummæli
<< Home