mánudagur, júní 18, 2007

Afmæli


Við bræðurnir náum því í ca. 2 vikur í viðbót að vera báðir 5 ára. Við létum þetta þó ekki aftra okkur frá því að halda dýrindisafmælisveislu á laugardaginn. Þar var öllum boðið upp á pizzur & gómsæta nammihlaðna súkkulaðiköku áður en allir fengu popp & kók og horfðu á Shrek 3. Afmælið tókst mjög vel og allir skemmtu sér vel, bæði börn og foreldrar.
***********
Metingur!
Við bræðurnir erum að ná nýjum hæðum í metingi að mati foreldra okkar. Á laugardagsmorguninn vöknuðum við ofursnemma af tilhlökkun yfir afmælunum okkar og byrjuðum á því að skríða upp í til foreldra okkar. Eftirfarandi samtal átti sér þá stað:
Marteinn: Egill, ég er hjá pabba
Egill Orri: Já en ég er hjá mömmu
Marteinn: En það er miklu betra að vera hjá pabba
Egill Orri: Ne-hei það er miklu betra að vera hjá mömmu
Marteinn: En það er svo hlýtt hérna hjá pabba
Egill Orri: Ég er nú bara alveg að kafna hérna hjá mömmu
Marteinn: Já en ég er nú bara næstum því að drepast hérna hjá pabba!
Já það er ekkert svo ómerkilegt að það taki því ekki að metast um það.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælin drengir..

3:32 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

Tilhamingju med afmaelin ykkar. Thid erud ekkert sma flottir med thessar crew cut hargreidslur.

8:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home