Mömmur vita allt
Mamma mín er þreytt í hausnum í dag og ekki í besta skapi satt best að segja. Hún hefur eiginlega enga orku til að vera að halda uppi samræðum við forvitna litla pilta. Engu að síður finnst mér nauðsynlegt að fá skýr svör um það hvort sé sterkara, ljón eða hýena. Mamma mín segist ekki vita það.
"En þú sagðist vita allt og þá veistu þetta líka!"
Hver segir að börn hlusti ekki þegar maður er að tala við þau!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home