Áhugavert...
Í kvöld var ég, sem oft áður, að reyna að tefja fyrir því að þurfa að fara að sofa. Ég kom fram á náttfötunum þar sem mamma mín var að læra/horfa á America's Next Top Model. Þá sá ég var fjarstýringin lá í fanginu á henni svo ég ákvað að fikta soldið. "Mamma? hvað gerir þessi takki?" sagði ég og ýtti á einn takkann sem var grænn og merktur með + tákninu. Svo leit ég á sjónvarpið og sá hvar stelpuhópurinn tók á rás til að finna út hverjar þeirra kæmust í úrslit. "Jaaaá" sagði ég svo huxi "hann lætur stelpurnar hlaupa"
Æi er ég ekki yndislegur??
1 Comments:
jú þú ert sko yndislegur :)
Skrifa ummæli
<< Home