Ekki baráttulaust
Það er nú smá þrjóska hlaupin í mig núna. Ég ætla nú ekki að gefa eftir plássið mitt í mömmu rúmi baráttulaust. Í nótt kom til nokkuð harða skoðanaskipta milli mín og móður minnar þegar ég vildi ekki fara aftur í mitt rúm. Þegar mamma var orðin soldið svona pirruð (let's remember folks að þetta var kl. 03 og mamma er voðalega lítið hrifin af því að láta vekja sig á þeim tíma) og bar mig með valdi aftur í mitt rúm þá skrúfaði ég nú bara frá tárunum og sagði með brostinni röddu "Mamma! Svona fer maður ekki með barnið sitt"
Æ þetta snerti nú soldið viðkvæman streng i brjósti mömmu sem lá hjá mér í mínu rúmi þar til ég var byrjaður að hrjóta aftur.
* * * * * *
p.s. Innilegar hamingjuóskir til Eiríks Tuma sem er 1 árs í dag.
1 Comments:
hann er mjog duglegur ad nota thennan frasa..... er hann alltaf jafn ahrifamikill?
Skrifa ummæli
<< Home