miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Rútínu er þörf

Jæja það er naumast að hún móðir mín er búin að vanrækja að segja frá mér síðan að við komum í sumarfrí til Íslands. Ég er náttúrulega búin að lifa eins og blóm í eggi. Alls staðar látið með mig þar sem ég kem og ég geng sjálfala þess á milli meðan mamma þrælar til að eiga í okkur og á í vetur (LÍN leggur frekar lítið af mörkum). Ég er nú ansi mikið farinn að vera í þörf fyrir rútínuna mína úr Kjemmanum og smá rólegheit. Þetta er aðeins of mikill vergangur fyrir lítinn pilt. En þetta reddast þegar við komum út. Hitti Leó og byrja á leikskólanum og svona. Það verður nú aldeilis ljúft.
Ég uni annars hag mínum ágætlega hérna á Hamri. Ég er mikill aðdáandi Kalla kokks og fylgi honum hvert fótmál þegar hann er á vakt. Um daginn var hann að leita sér að kokkajakka og ég var að sjálfsögðu nærstaddur til að hjálpa til:

Egill Orri: Kalli! Af hverju velurðu ekki þennan jakka (og benti á einn hvítan)
Kalli: já þú segir nokkuð Egill. Finnst þér að ég ætti að velja þennan?
Egill Orri: Já, þú ert mjög fínn í honum
Kalli: Takk fyrir það
Egill Orri: Ætlarðu ekki að spegla þig!?
Kalli: Jú ég verð að gera það, (svo gerði hann mikið úr því að spegla sig með tilþrifum)
Egill Orri [eftir örlitla þögn og með áhersluþunga] Ja-á - þú ert fallegur Kalli!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Kalli a abyggilega eftir ad sakna litla drullupesans og othekktarormsins.... en held nu ad thad se komin timi a rutinu midad vid aldur og fyrri sogur!

5:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home