Mamma af hverju?
Svona byrja æði margar setningar hjá mér þessa dagana sem aðra. Í gær átti þetta samtal við móður mína sér stað
EO: Mamma, hvenær á ég afmæli?
M: Ekki næstum því strax ástin mín, ekki fyrr en næsta sumar
EO: Af hverju?
M: Því þú ert fæddur í júlí ástin mín
EO:Júlí! JÚLÍ!? Af hverju Júlí? Af hverju ekki á fimmtudaginn?
M: (mömmu minni fannst ég enn of ungur til að vera útskýra nákvæmlega ástæðu þess að ég fæddist 2. júlí og svaraði í staðinn) af því að þá varstu búinn að vera nógu lengi í bumbunni minni
EO: (eftir smá umhugsun) Mamma! þú hefðir frekar átt að fæða mig á fimmtudaginn.
Leó besti vinur á sko afmæli á morgun og ég veit sem er að þegar mar á afmæli þá fær maður fullt af pökkum. Það borgar sig þar með að eiga sem oftast afmæli ekki satt?
p.s. bestu afmælisóskir til Margrétar Írisar (3) og Vigdísar (5) sem báðar eiga afmæli í dag. Knús frá mér til ykkar! :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home