Sagostunden á morgun
Þá er sumarið á enda og við mamma á leiðinni í rigninguna í Svíþjóð. Það var svosem auðvitað að það færi að rigna um leið og við komum út en ég læt það ekki á mig fá. Ég fer í leikskólann á morgun og nú eru bæði Freyja og Leó byrjuð á minni deild. Það verður nú aldeilis gaman.
Þegar þetta er skrifað erum við mamma í Leifsstöð að bíða eftir flugvélinni okkar. Ég er nú bara orðinn soldið spenntur og hlakka til að koma til Lundar aftur. Fá hjólið mitt og komast á rétt ról eins og sagt er.
Ég er búinn að bralla ýmislegt frá því að mamma mín skrifaði síðast hérna inn. Mest er ég búinn að vera í Reykjavík hjá pabba mínum og Matti bróðir minn kom óvænt frá Akureyri og var með okkur alla helgina. Það urðu nú heldur en ekki fagnaðarfundir hjá okkur bræðrum. Saman fórum við í sund og bíó og ýmislegt fleira. Það er nú hlaupinn smá stórabróðurpúki í mig og ég er nú ekkert alltaf að bíða eftir Matta greyinu þegar hann biður mig. Mömmu minni líkar þetta illa og segir að ég eigi að vera góður við bróður minn. (Einmitt mamma! af því að þú varst alltaf svo góð við Árna frænda þegar þið voruð lítil!!!!). En eins og myndin sýnir erum við ofsalega góðir oftast nær. Þessi mynd er tekinn þegar Matti var að flytja til Akureyrar e. verslunarmannahelgina.
1 Comments:
thid erud eins og litlir karlar..... algjor krutt
Skrifa ummæli
<< Home