Up to the same old tricks
Ég er búinn að vera tæpa tvo sólarhringa í Svíþjóð og ég er strax byrjaður á gömlu trixunum. Eins og til dæmis þeim að fara úr skónum mínum og skilja þá eftir á víðavangi. Þegar mamma sótti mig til Leós í kvöld þá veitti hún því athygli að ég var á tásunum (sem er eiginlega samt framför frá sokkunum, ófá pörin farin forgörðum á svoleiðis brölti). Nema hvað mamma spurði mig hvar stígvélin væru og ótrúlegt en satt þá mundi ég hvar ég hafði skilið þau eftir, í sandkassanum á fimmunni.
Mamma: Egill, farðu og sæktu stígvélin þín
Egill Orri: En ég er svo hræddur við allt þetta myrkur
Mamma: Þá hefðirðu ekki átt að skilja stígvélin þín eftir
Egill Orri: Viltu ekki koma með mér? Plís! Plííííííís!
Mamma: Jæja þá, ég skal koma með
Egill Orri [þegar hann var búinn að sækja stígvélin og var að hreinsa á sér fæturna] Mamma! Ertu að fara á undan mér? Ætlarðu bara að skilja litla strákinn þinn eftir hérna í myrkrinu? Ha! Bara aleinan, litla strákinn þinn?!
Já - ég kann alveg að höfða til samviskunnar í henni móður minni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home