Mánudagur
Í dag er alveg svakalega gott veður hérna í Lundi. Sólin skín og það er hlýtt og notalegt. Þegar þessi orð eru skrifuð þá erum við Leó (afsakið Batman og Ninja Turtles) úti að leika okkur í einhverjum svakalegum ofurhetjuleik. Það er mjög mikið atriði að vera ofurhetja nefnilega. Í morgun var ég gráti næst þegar mamma ætlaði ekki að setja mig í ALLTOF stuttar Spidermanbuxurnar mínar við Spidermanbolinn. Ég mótmælti þessu harðlega og sagði með grátstafinn í kverkunum "En þá sjá ekki allir að ég er ofurhetja". Niðurstaðan varð sú að mamma myndi ekki gefa Spidermanbuxurnar (þær voru komnar ofan í 'Rauða Kross' gjafapokann inni í fataherbergi) en ég mætti bara vera í þeim þegar ég væri að leika mér heima gegnt því að ég færi í fötum sem passa á leikskólann. Málamiðlun er orð dagsins.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home