Ströndin og amma!
Í gær var sko frábær dagur. Þá fórum við mamma með Leó Erni og foreldrum hans til Lomma á ströndina. Þetta fannst mér nú lífið sko, sem mamma mín var mjög ánægð að uppgötva þar sem síðast þegar ég var á strönd (Ítalíu 2003) fannst mér ströndin ekki par geðslegur staður, sat eins og lítil pempía á sólbekk og ef ég kom við sandinn gretti ég mig ógurlega og sagði "mamma, þuððka Eji Oðþa" (Mamma þurrka Egil Orra). Nema hvað í gær kútveltist ég bæði í sjó og sandi án þess að finnast það neitt óþægilegt eða ógeðslegt. Ég er m.ö.o. orðinn strandvænn ferðafélagi.
Um kvöldið var svo slegið upp dýrðargrilli á þrjúunni hjá Leó og ég gat leikið mér við alla vini mína (sem eftir eru á Kjemmanum!). Þetta var ágæt leið fyrir mig til að stytta biðina eftir langþráðri komu ömmu Unnar og 'Ábbna' frænda sem birtust svo hjá okkur um kl. 22 í gærkvöldi. Þvílíkir fagnaðarfundir, ég stökk upp um hálsið á þeim báðum og var ótrúlega glaður lítill strákur þegar ég lognaðist út af kl. 23 í gærkvöldi.
Í dag er svo stefnan tekin á Gautaborg og Liseberg þar sem ég fæ að gista á hóteli - jahá það leiðist mér nú ekki - litla flottræflinum. Segi ykkur betur frá því síðar.
Að lokum sendi ég stórt knús og koss til Ingu frænku minnar sem á afmæli í dag!
3 Comments:
Já ég man eftir þér á Ítalíu, meiri pempían sem að þú varst þá ;) algjör snyrtipinni á ströndinni en það fór minna fyrir pempíugangi þegar að við vorum inn í bæ as in "henda sér í jörðina" taktíkin :-)
Það lítur út fyrir að það sé hreinlega yndislegt þarna úti hjá ykkur og ég hlakka mjög mikið að fá ykkur heim :)
Ég get ekki kommentað á síðuna þín Sigrún :( kemur að kommentin mín þurfi að vera samþykkt af þér! eru þau svona svæsin ;)
takk fyrir afmaeliskvedjuna strumpurinn minn. Vid erum greinilega lik: flottraeflar sem fila ad gista a flottum hotelum.
Skrifa ummæli
<< Home